Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 12. maí 2021 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marcelo reifst við Zidane - Hent úr hópnum
Marcelo.
Marcelo.
Mynd: Getty Images
Brasilíski bakvörðurinn Marcelo er ekki í leikmannahópi Real Madrid á morgun eftir að hann lenti í rifrildi við Zinedine Zidane, stjóra spænska stórveldisins.

Það er Goal sem segir frá þessu og þar segir jafnframt að aðrir eldri leikmenn liðsins séu orðnir pirraðir á Zidane.

Marcelo hefur ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu en hann hefði líklega spilað á morgun gegn Granada á morgun - ef hann hefði ekki rifist við Zidane - þar sem Ferland Mendy er meiddur.

Í staðinn verður Marcelo ekki einu sinni í hóp. Hann er sagður pirraður á leikaðferð og liðsvali Zidane á tímabilinu. Fleiri reynslumiklir leikmenn í hópnum eru víst sammála honum.

Ekki er talið líklegt að Zidane stýri Real Madrid á næstu leiktíð en hann hefur verið orðaður við Juventus.

Hinn 19 ára gamli Miguel Gutierrez mun líklega byrja í vinstri bakverði á morgun. Real Madrid er í harðri titilbaráttu og þarf á sigri að halda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner