fim 12. maí 2022 15:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bykov fékk tveggja leikja bann - „Haus í haus og annar lætur sig detta"
Bykov
Bykov
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kjartan Henry
Kjartan Henry
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA-maðurinn Oleksii Bykov var á þriðjudag úrskurðaður af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik KA gegn KR um síðustu helgi.

Bykov fékk beint rautt spjald eftir viðskipti sín við Kjartan Henry Finnbogason leikmann KR.

Þegar leikmenn fá rautt spjald fara þeir sjálfkrafa í eins leiks bann en framkoma miðvarðarins var metin ofsafengin og því refsingin þyngd um einn leik til viðbótar.

Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var spurður út í niðurstöðu aganefndar í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik liðsins gegn FH í gær.

Haddi kemur inn á að Kjartan Henry Finnbogason hefði í aðdragandanum stigið á Bykov.

„Ég ætla ekkert að kommenta hvort það séu tveir leikir eða einn leikur það eru bara reglur sem þeir fara eftir en við vorum ósáttir, við teljum hann ekki hafa skallað manninn," sagði Haddi.

„Það var stigið aftan á hann viljandi og þeir fara saman haus í haus og annar lætur sig detta og þá fær hann [Bykov] rautt. Við erum ekki sammála en það er búið að dæma í því, búið og gert."

„Dusan (Brkovic) og þeir sem koma inn í dag stóðu sig frábærlega þannig við erum búnir að leggja þetta bak við okkur og höldum áfram,"
sagði Haddi.

Þeir Dusan Brkovic og Ívar Örn Árnason spiluðu í hjarta varnarinnar hjá KA í gær sem vann 1-0 sigur með marki í uppbótartíma.

Sjá einnig:
Arnar skaut á Kjartan Henry - „Erfitt að segja, vitandi hver á í hlut"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner