Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. júní 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Ramos leyfði Morata að taka vítaspyrnuna
Mynd: Getty Images
Spánn vann 3-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni EM síðastliðinn mánudag.

Spánverjar fengu tvær vítaspyrnur í leiknum. Fyrirliðinn Sergio Ramos tók þá fyrri og skoraði. En þá seinni tók sóknarmaðurinn Alvaro Morata. Ramos ákvað að leyfa Morata að taka vítaspyrnuna. Morata skoraði úr vítspyrnunni.

„Þetta var hans ákvörðun. Ég bað hann ekki því hann vill alltaf skora," sagði Morata við fjölmiðlamenn eftir leik.

„Þetta var mjög fallega gert af honum og er ég honum mjög þakklátur fyrir."

Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Bodø/Glimt í Noregi var mjög hrifinn af því sem Ramos gerði.

„Gæsahúð. Ramos gefur seinna vítið til Morata. Leader," skrifaði Oliver.

Smelltu hér til að sjá vítaspyrnu Morata.



Athugasemdir
banner
banner
banner