Mikel Arteta stjóri Arsenal gæti selt Bernd Leno í sumar. Leno hefur verið góður en ekki frábær síðan hann kom til félagsins fyrir þremur árum.
Arteta mun selja Leno ef njósnarar félagsins finna markmann sem myndi slá Leno út. Leno kom til Arsenal frá Bayer Leverkusen fyrir 22.5 milljónir punda.
Arsenal gæti mögulega fengið svipað verð fyrir hann ef þeir finna rétta manninn í stað hans. Leno er 29 ára og hefur leikið 117 leiki fyrir Arsenal.
Leno er í EM hópi Þýskalands en afar ólíklegt að hann taki þátt þar sem Manuel Neuer á fast sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir