Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 12. júní 2021 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danskir og finnskir stuðningsmenn: Christian Eriksen!
Mynd: EPA
Stuðningsmenn eru enn á vellinum í Parken í Kaupmannahöfn þar sem leikur Danmerkur og Finnlands ætti að vera að klárast.

Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu.

Leikmenn Danmerkur hópuðust í kringum Eriksen svo myndavélar á vellinum næðu ekki nærmynd af aðstæðum. Sjúkrastarfsmenn á vellinum virtust vera að framkvæma hjartahnoð og gáfu þeir Eriksen stuð.

Það er búið að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hann sé á lífi. Það er búið að færa hann á sjúkrahús nálægt Parken og er líðan hans stöðug samkvæmt UEFA.

Danskir og finnskir stuðningsmenn á vellinum hafa síðustu mínútur kallað á milli sín: „Christian" og „Eriksen."

Hér að neðan má sjá myndband af þessu. Virkilega fallegt.



Athugasemdir
banner
banner