Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 12. júní 2021 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð svaraði kallinu með stoðsendingu
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson spilaði sinn fyrsta leik í norsku B-deildinni á tímabilinu þegar Álasund gerði jafntefli við Fredrikstad á þessum laugardegi.

Davíð hefur hingað til þurft að verma varamannabekkinn, en hann kom inn í dag og spilaði allan leikinn.

Davíð Kristján lagði upp seinna mark síns liðs, sem kom á 43. mínútu leiksins. Álasund leiddi 2-1 í hálfleik, en leikurinn endaði með jafntefli. Gestirnir jöfnuðu þegar stundarfjórðungur var eftir.

Álasund er í áttunda sæti með sjö stig eftir fimm leiki. Start, sem leikur undir stjórn Jóhannesar Þórs Harðarsonar, er með jafnmörg stig í sjöunda sæti. Start tapað 2-0 fyrir Åsane í dag.

Bjarni Mark byrjaði hjá Brage
Í Svíþjóð byrjaði Bjarni Mark Antonsson þegar Brage tapaði á útivelli í B-deildinni.

Bjarni Mark spilaði 82 mínútur fyrir Brage sem þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn Landskrona. Brage hefur ekki átt gott tímabil til þessa og er í næst neðsta sæti með níu stig eftir 15 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner