Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 12. júní 2021 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög íslensk stemning í kringum lið Finnlands
Finnland fagnar með stuðningsmönnum sínum.
Finnland fagnar með stuðningsmönnum sínum.
Mynd: EPA
Finnland er með þrjú stig.
Finnland er með þrjú stig.
Mynd: EPA
Finnland spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í dag þegar þeir mættu Danmörku á Evrópumótinu.

Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks og þurfti læknisaðstoð. Hann var fluttur á sjúkrahús og er líðan hans sem betur fer stöðug.

Liðin ákváðu að spila leikinn eftir nokkurra klukkustunda pásu, en staðan var 0-0 þegar loksins var flautað til hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Joel Pohjanpalo fyrsta mark Finnlands á stórmóti. Kasper Schmeichel átti að gera betur í markinu, en auðvitað var líklega erfitt fyrir hann að einbeita sér eftir það sem átti sér stað fyrr í leiknum.

Finnska liðið er svolítið eins og Ísland á EM 2016. Finnland er að keppa á sínu fyrsta stórmóti og þjálfarinn þeirra var grunnskólakennari. Þetta er bara eins og litla Ísland, svona nánast. Frammistaða Finnlands í dag var líka bara eins og frammistaða hjá Íslandi fyrir fimm árum.

Finnar voru 30 prósent með boltann og áttu eina marktilraun, en sú tilraun endaði í markinu.

„Finnska liðið minnti mig að mörgu leyti á íslenska landsliðið. Þeir voru allir að berjast fyrir hvorn annan og hreyfðu sig vel. Þeir vörðust mjög vel og að mörgu leyti svipað og íslenska landsliðið. Það er ekkert hægt að taka þetta af þeim," sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöð 2 Sport EM.

Hann telur þó að Finnar hefðu ekki unnið leikinn við eðlilegar aðstæður.

„Það var verið að setja Danina í miklu erfiðari skref, heldur en Finna," sagði Máni.

„Þetta eru ekki auðveldar aðstæður fyrir þá heldur, en maður getur engan veginn sett sig í spor danska liðsins," sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR.

Þetta eru sterk þrjú stig fyrir Finnland í erfiðum riðli þar sem Belgía og Rússland eru einnig. Þessi stigafjöldi gæti verið nóg fyrir Finnland til að komast áfram í 16-liða úrslit.

Sjá einnig:
Vantar þig lið til að halda með á EM?
Athugasemdir
banner
banner