Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. júní 2021 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum hér á Suðurlandsbraut á Íslandi og við erum í áfalli"
Klappað fyrir dönsku leikmönnunum.
Klappað fyrir dönsku leikmönnunum.
Mynd: EPA
Leikur Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í fótbolta er hafinn aftur.

Síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik verða spilaðar og allur seinni hálfleikurinn.

Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks og var fluttur á sjúkrahús. Hann er á lífi og líðan hans er stöðug.

Það var tekin ákvörðun um að spila eftir að það kom í ljós að það væri allt í lagi með Eriksen.

Útsending er aftur hafin á Stöð 2 Sport EM en í útsendingunni eru Freyr Alexandersson og Kjartan Henry Finnbogason.

„Það væri ómennskt að vera ekki í sjokki. Við skulum ekki gleyma anstæðingunum líka. Við erum hér á Suðurlandsbraut á Íslandi og við erum í áfalli. Það eru það allir; áhorfendur, leikmenn, dómarar. Þessar mínútur sem við erum að horfa á verða skringilegar. Ég á rosalega erfitt með að koma orðum að þessu, annað en að hrósa öllum sem eru þarna fyrir hetjulega framkomu, ótrúlega mikinn styrk og samkennd," sagði Freyr.

„Auðvitað hugsar maður til Eriksen og vonar að hann nái fullri heilsu aftur," sagði Kjartan Henry. „Þetta er mjög tilfinningaþrungið. Hvernig dönsku leikmennirnir tækluðu þetta var ótrúlegt.".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner