Julian Nagelsmann, þjálfari þýska landsliðsins, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópi sínum þar sem Aleksandar Pavlovic, miðjumaður Bayern Munchen, glímir við svæsna hálsbólgu.
Í stað Pavlovic hefur Nagelsmann kallað í Emre Can sem er fyrirliði Dortmund. Can er fyrrum leikmaður Liverpool og Juventus.
                                    
                
                                    Í stað Pavlovic hefur Nagelsmann kallað í Emre Can sem er fyrirliði Dortmund. Can er fyrrum leikmaður Liverpool og Juventus.
Can er þrítugur og á að baki 43 landsleiki, spilaði sex leiki með landsliðinu í fyrra.
Pavlovic er tvítugur og hefur verið hjá Bayern síðan 2011. Hann á að baki einn A-landsleik, lék sinn fyrsta landsleik gegn Úkraínu nýlega. Faðir hans er Serbi og er hann með tvöfalt ríkisfang.
Þýskaland heldur EM í sumar og hefur leik á föstudag þegar liðið mætir Skotlandi í A-riðli.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                                 
                                     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                