Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mið 12. júní 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nefnir þann sem hann hefði tekið úr hópnum fyrir Grealish
Grealish í góðum gír.
Grealish í góðum gír.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, sá næst markahæsti í sögu enska landsliðsins, hefði valið Jack Grealish í enska landsliðshópinn fyrir EM ef hann væri þjálfari liðsins.

Frá þessu sagði hann í hlaðvarpinu The Overlap.

Grealish átti ekki gott tímabil með Manchester City og Gareth Southgate ákvað að skilja hann eftir heima.

„Ég hefði tekið Grealish með," sagði Rooney. „Á hægri vængnum eru þeir með Bowen, Saka, Cole Palmer og Foden getur líka spilað þar."

„Ég hefði tekið Grealish frekar en Bowen."

England er í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu á Evrópumótinu sem hefst á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner