Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. júlí 2020 14:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Leeds steig risastórt skref - Stoke að bjarga sér
Hernandez skoraði undir lokin og fagnaði með því að fara úr treyjunni. Gult spjald en honum er alveg sama!
Hernandez skoraði undir lokin og fagnaði með því að fara úr treyjunni. Gult spjald en honum er alveg sama!
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í ensku Championship-deildinni í dag. Stoke City steig risastórt skref í átt að því að halda sér uppi með 2-0 sigri á Birmingham. Sigurinn er annar sigur Stoke í síðustu þremur leikjum og er liðið nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Í hinum leik dagsins stefndi allt í að Leeds og Swansea myndu gera markalaust jafntefli í Wales. Leeds, sem er í toppsæti deildarinnar, hélt boltanum betur en tókst ekki að koma boltanum í net heimamanna fyrr en á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Pablo Hernandez átti þá skot úr vítateignum sem fór í netið. Það reyndist sigurmark leiksins og Leeds þarf fjögur stig úr síðustu þremur umferðunum til að tryggja sig upp í efstu deild.

Stórleikur fer fram á þriðjudag þegar WBA, liðið í 2. sæti, mætir Fulham, liðinu í 4. sæti. Leeds er með sex stiga forskot á Brentford í þriðja sætinu. Brentford hefur ekki tapað stigi í síðustu sjö leikjum. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeild en liðin í 3. - 6. sæti fara í umspil um eitt laust sæti.

Stoke City 2 - 0 Birmingham
1-0 Danny Batth ('12 )
2-0 Samuel Clucas ('45 )

Swansea 0 - 1 Leeds
0-1 Pablo Hernandez ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner