banner
   sun 12. júlí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og Tottenham á eftir Gerson - „Ég vil vera hjá Flamengo"
Gerson spilaði með Roma en hann fann sig ekki á Ítalíu
Gerson spilaði með Roma en hann fann sig ekki á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Gerson segist ekki hafa áhuga á því að yfirgefa Flamengo þrátt fyrir mikinn áhuga frá stórliðum í Evrópu.

Gerson er fæddur árið 1997 en árið 2016 samdi hann við ítalska félagið Roma eftir að hafa sýnt takta sína í Brasilíu. Hann náði ekki að finna sig á Ítalíu. Hann spilaði tvö tímabil með Roma áður en hann var lánaður til Fiorentina.

Eftir lándsvölina ákvað hann að halda heim til Brasilíu og samdi við Flamengo. Hann hefur heillað í Brasilíu og hafa bæði Chelsea og Tottenham sýnt honum mikinn áhuga en hann vill ekki fara frá Flamengo.

„Eftir að hafa eytt ári með Flamengo þá get ég lofað því að ég hef aldrei talað við annað félag. Ég er að einbeita mér að Flamengo," sagði Gerson.

„Mér líður eins og ég eigi heima hér. Ég er ánægður og finn að liðið vill mig. Ég er hjá félagi sem er í sama gæðaflokki og topplið í Evrópu."

„Við getum aldrei lokað á tækifæri og fótboltinn hefur sýnt það, en ég er ánægður í dag og nýt þess vera hjá Flamengo. Ég fann mig á ný hér og ég vil finna fleiri titla í þessari treyju,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner