Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 12. júlí 2020 16:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lögreglan búin að handtaka 12 ára strák vegna rasískra ummæla
Sky Sports greinir frá því að lögreglan í Vestur-Miðlöndum á Englandi hafi handtekið ungan dreng.

Tólf ára strákur hefur verið handtekinn vegna rasískra ummæla sem hann skrifaði til Wilfried Zaha, leikmanns Crystal Palace, á Instagram.

Skilaboðin voru send um helgina til Zaha og hóf Aston Villa ásamt lögreglunni tafarlaust leit að því hver væri á bakvið skilaboðin. Skilaboðin eða athugasemdin kom frá falseikningi sem gaf í skyn að notandi væri Aston Villa stuðningsmaður. Nú hefur tólf ára drengur verið handekinn vegna þeirra.

Sjá einnig:
Stuðningsmaður Villa á fyrir höndum lífstíðarbann fyrir rasísk skilaboð - „Ógeðsleg hegðun"


Athugasemdir
banner