Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 12. júlí 2020 19:28
Sverrir Örn Einarsson
Sindri: Besti karakter sem ég hef séð
Lengjudeildin
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þetta var gjörsamlega magnaður karakter og einhver sá besti sem ég hef séð Keflavík spila með síðan að ég byrjaði að klæðast treyjunni það er bara klárt.“
Sagði sigurreifur Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur og sigur Keflavíkur gegn Þór 2-1 á Nettóvellinum í dag en Keflvíkingar léku manni færri stóran hluta leiksins

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

Keflavík sem komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum varð fyrir áfalli skömmu eftir seinna mark liðsins þegar Frans Elvarssyni var vikið af velli með rautt spjald. En á endanum kom það ekki að sök og menn hafa greinilega nýtt leikhléið vel og þjappað sér saman inní klefa.

„Já það var náttúrulega mikið áfall að missa Frans og það sást á spilamennsku liðsins að hún batnaði við að fá hann aftur inn en þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni og mjög gott að fá hann aftur en mikið áfall að missa hann af velli. En ég held við höfum allir hugsað að komast inní hálfleikinn á núlli og þá gátum við endurskipulagt okkur en það fór allt í vaskinn þegar þeir fá vítaspyrnu þegar tvær mínútur eru liðnar en við gáfumst ekki upp,“

Keflavík hafði ekki unnið í síðustu tveimur leikjum svo það er eflaust gott fyrir sjálfstraustið að ná inn svona sigri.

„Við máttum ekkert misstíga okkur í þessum leik því þá hefðum við verið að missa þá og ÍBV og þessi lið of langt framúr okkur þannig að þetta var bara nauðsynlegur sigur og við þurfum líka 3 stig í næsta leik. “

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner