Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   sun 12. júlí 2020 19:28
Sverrir Örn Einarsson
Sindri: Besti karakter sem ég hef séð
Lengjudeildin
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þetta var gjörsamlega magnaður karakter og einhver sá besti sem ég hef séð Keflavík spila með síðan að ég byrjaði að klæðast treyjunni það er bara klárt.“
Sagði sigurreifur Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur og sigur Keflavíkur gegn Þór 2-1 á Nettóvellinum í dag en Keflvíkingar léku manni færri stóran hluta leiksins

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

Keflavík sem komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum varð fyrir áfalli skömmu eftir seinna mark liðsins þegar Frans Elvarssyni var vikið af velli með rautt spjald. En á endanum kom það ekki að sök og menn hafa greinilega nýtt leikhléið vel og þjappað sér saman inní klefa.

„Já það var náttúrulega mikið áfall að missa Frans og það sást á spilamennsku liðsins að hún batnaði við að fá hann aftur inn en þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni og mjög gott að fá hann aftur en mikið áfall að missa hann af velli. En ég held við höfum allir hugsað að komast inní hálfleikinn á núlli og þá gátum við endurskipulagt okkur en það fór allt í vaskinn þegar þeir fá vítaspyrnu þegar tvær mínútur eru liðnar en við gáfumst ekki upp,“

Keflavík hafði ekki unnið í síðustu tveimur leikjum svo það er eflaust gott fyrir sjálfstraustið að ná inn svona sigri.

„Við máttum ekkert misstíga okkur í þessum leik því þá hefðum við verið að missa þá og ÍBV og þessi lið of langt framúr okkur þannig að þetta var bara nauðsynlegur sigur og við þurfum líka 3 stig í næsta leik. “

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir