mán 12. júlí 2021 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish svarar Keane: Ég vildi taka vítaspyrnu!
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, leikmaður enska landsliðsins, hefur svarað Roy Keane, fyrrum fyrirliða Manchester United, af fullum krafti eftir ummæli sem Keane lét falla í gærkvöld.

Keane gagnrýndi Grealish og Raheem Sterling fyrir að stíga ekki upp í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleik EM í gærkvöld.

„Ef þú ert Sterling eða Grealish, þá geturðu ekki látið ungan strák (Saka) taka vítaspyrnu á undan þér. Þú getur ekki látið feiminn 19 ára strák fara á undan þér," sagði Keane.

Grealish birti færslu á Twitter þar sem hann svaraði Keane. „Ég sagðist vilja taka vítaspyrnu," opinberar Grealish.

„Stjórinn tók svo margar réttar ákvarðanir á mótinu og hann gerði það líka í gær. En það kemur ekki til greina að láta fólk segja að ég hafi ekki viljað taka vítaspyrnu þegar ég vildi gera það."

Færsla Grealish hefur fengið mikil viðbrögð en hún er með 150 þúsund 'læk' þegar þessi frétt er skrifuð.


Athugasemdir
banner
banner