Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 12. júlí 2024 20:33
Anton Freyr Jónsson
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Icelandair
Hreint lak hjá Fanneyju í dag
Hreint lak hjá Fanneyju í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Mér líður ótrúlega vel og mega sátt að vera fara út til Sviss eftir ár:" sagði Fanney Inga Birkisdóttir,  landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld og er Ísland á leiðinni út til Sviss á EM að ári.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Ég er enþá að fatta þetta og búin að vera í shocki eftir að dómarinn flautaði þetta af en bara geggjuð tilfinning."

„Við byrjuðum mjög sterkt og maður fann kraftinn með okkur og kraftinn í stúkunni, alltaf gott þegar það eru svona margir mættir og svo bara náðum við að pirra þær mjög mikið og náðum að setja þrjú mjög góð mörk."

Fanney Inga Birkisdóttir var frábær í rammanum hjá Íslandi í dag og sömuleiðis stelpurnar fyrir framan hana algjörlega magnaðar í dag og liðið hélt hreinu gegn sterku liði Þýskalands.

„Þetta var þannig séð frekar þægilegur dagur á skrifstofunni hjá mér sko og geggjað fyrir Ingibjörgu að setja fyrsta markið sitt, veit ekki einusinni hvernig Glódís Perla fór að því að bjarga þarna á línu einu sinni. Frábært lið, geggjuð liðsheild og geggjað að fá að vera hluti af þessu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Fanney ræðir þar nánar um leikinn og EM.
Athugasemdir
banner
banner