De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 12. júlí 2024 20:33
Anton Freyr Jónsson
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Icelandair
Hreint lak hjá Fanneyju í dag
Hreint lak hjá Fanneyju í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Mér líður ótrúlega vel og mega sátt að vera fara út til Sviss eftir ár:" sagði Fanney Inga Birkisdóttir,  landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld og er Ísland á leiðinni út til Sviss á EM að ári.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Ég er enþá að fatta þetta og búin að vera í shocki eftir að dómarinn flautaði þetta af en bara geggjuð tilfinning."

„Við byrjuðum mjög sterkt og maður fann kraftinn með okkur og kraftinn í stúkunni, alltaf gott þegar það eru svona margir mættir og svo bara náðum við að pirra þær mjög mikið og náðum að setja þrjú mjög góð mörk."

Fanney Inga Birkisdóttir var frábær í rammanum hjá Íslandi í dag og sömuleiðis stelpurnar fyrir framan hana algjörlega magnaðar í dag og liðið hélt hreinu gegn sterku liði Þýskalands.

„Þetta var þannig séð frekar þægilegur dagur á skrifstofunni hjá mér sko og geggjað fyrir Ingibjörgu að setja fyrsta markið sitt, veit ekki einusinni hvernig Glódís Perla fór að því að bjarga þarna á línu einu sinni. Frábært lið, geggjuð liðsheild og geggjað að fá að vera hluti af þessu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Fanney ræðir þar nánar um leikinn og EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner