Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 12. júlí 2024 20:33
Anton Freyr Jónsson
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Icelandair
Hreint lak hjá Fanneyju í dag
Hreint lak hjá Fanneyju í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Mér líður ótrúlega vel og mega sátt að vera fara út til Sviss eftir ár:" sagði Fanney Inga Birkisdóttir,  landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld og er Ísland á leiðinni út til Sviss á EM að ári.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Ég er enþá að fatta þetta og búin að vera í shocki eftir að dómarinn flautaði þetta af en bara geggjuð tilfinning."

„Við byrjuðum mjög sterkt og maður fann kraftinn með okkur og kraftinn í stúkunni, alltaf gott þegar það eru svona margir mættir og svo bara náðum við að pirra þær mjög mikið og náðum að setja þrjú mjög góð mörk."

Fanney Inga Birkisdóttir var frábær í rammanum hjá Íslandi í dag og sömuleiðis stelpurnar fyrir framan hana algjörlega magnaðar í dag og liðið hélt hreinu gegn sterku liði Þýskalands.

„Þetta var þannig séð frekar þægilegur dagur á skrifstofunni hjá mér sko og geggjað fyrir Ingibjörgu að setja fyrsta markið sitt, veit ekki einusinni hvernig Glódís Perla fór að því að bjarga þarna á línu einu sinni. Frábært lið, geggjuð liðsheild og geggjað að fá að vera hluti af þessu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Fanney ræðir þar nánar um leikinn og EM.
Athugasemdir