mán 12. ágúst 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona gefst upp á því að selja Coutinho
Mynd: Getty Images
Spænski fjölmiðillinn Marca segir að Philippe Coutinho verði áfram í herbúðum Barcelona.

Coutinho hefur ollið vonbrigðum hjá Barcelona frá því hann fékk félagaskipti frá Liverpool fyrir kaupverð sem gæti farið í 142 milljónir punda, í janúar 2018.

Barcelona var opið fyrir því að selja hann í sumar, en eftir að félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði í síðustu viku, þá hefur félagið ákveðið að hann verði áfram í Katalóníu.

Arsenal og Tottenham sýndu Coutinho áhuga, en samkomulag náðist ekki.

Eini möguleiki Barcelona væri að koma Coutinho til Paris Saint-Germain, mögulega í skiptum fyrir Neymar. En að sögn Marca þá vill PSG ekki selja til Barcelona, og vill frekar fara í viðræður við eitthvað annað félag. Það er því útlit fyrir það að Coutinho verði áfram hjá Barcelona.

Á meðan gæti Neymar farið til erkifjendanna í Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner