Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. ágúst 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale tilbúinn að bíða í tvö ár eftir nýju félagi
Bale á ekki mikla framtíð hjá Real Madrid.
Bale á ekki mikla framtíð hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale neitar því að fara frá Real Madrid í sumar og er tilbúinn að vera í tvö ár til viðbótar í frystikælinum hjá spænska stórveldinu.

Þessu heldur Mirror fram.

Bale og Zinedine Zidane, þjálfari Real, ná ekki vel saman. Bale fær ekki mikið að spila hjá Zidane og neitaði hann að fara með í leikinn gegn Manchester City í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Bale er með samning til 2022 og það er ekki stefnan hjá honum að fara frá Real Madrid samkvæmt heimildum Mirror. Hann er á himinháum launum og virðist bara sáttur með lífið í spænsku höfuðborginni.

Bale er magnaður fótboltamaður og það er miður að hann skuli ekki nýta hæfileikana betur. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir það á Spáni að taka golfvöllinn fram yfir fótboltavöllinn.

Bale er 31 árs gamall og hefur hann verið hjá Real Madrid síðan 2013 þegar hann var keyptur frá Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner