Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. ágúst 2020 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vítamínsprauta fyrir Neymar þegar Mbappe kom inn á
Mynd: Getty Images
Skagamennirnir Reynir Leósson og Jóhannes Karl Guðjónsson, sérfræðingar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport, voru sammála um það að innkoma Kylian Mbappe gerði mikið fyrir lið PSG í 2-1 sigrinum á Atalanta í kvöld. Gerði það sérstaklega mikið fyrir liðsfélaga hans, Neymar.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Magnaðar lokamínútur í sigri PSG

Mbappe var tæpur fyrir leikinn og var hann settur inn á þegar um klukkutími var liðinn af leiknum. Þá var staðan 1-0 fyrir Atalanta. PSG vann leikinn 2-1 á tveimur mörkum í uppbótartíma og voru stórstjörnurnar í liði PSG, Neymar og Mbappe, mikilvægir í þeim mörkum.

Neymar átti erfitt uppdráttar til að byrja með og fór til að mynda mjög illa með tvö góð færi í fyrri hálfleiknum.

„Neymar, mér fannst stundum í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleik að hann væri einn á móti öllum. Það sem gerist þegar hann fær Mbappe inn á, þá losnar meira um hann," sagði Reynir.

„Þetta leit þannig út þangað til Mbappe kom inn á að Neymar ætlaði að gera þetta sjálfur. Hann hefði getað klárað leikinn í fyrri hálfleik miðað við færin og stöðurnar sem hann komst í, en það var ekki að gerast hjá honum. Hann var að klúðra dauðafærum og hættulegum stöðum. Ég hélt að hann væri búinn að missa hausinn, gefast upp. Hann fær vítamínssprautu þegar Mbappe kemur inn á og þá fer hann að spila meira fyrir liðið," sagði Jóhannes Karl.

PSG mætir annað hvort RB Leipzig eða Atletico Madrid í undanúrslitunum og þar gætu Neymar og Mbappe byrjað báðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner