Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. ágúst 2022 22:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron skoraði í ótrúlegri endurkomu - Ísak kom inná en var svo skipt útaf
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Getty Images
Aron Sigurðarson
Aron Sigurðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði á varamannabekknum hjá FC Kaupmannahöfn í kvöld en liðið fékk Randers í heimsókn í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.


Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliðinu. Ísak kom hins vegar inná þegar hálftími var liðinn af leiknum vegna meiðsla liðsfélaga hans.

FCK komst yfir snemma í síðari hálfleik en eftir um klukkutíma leik jafnaði Randers metin og 10 mínútum síðar var staðan orðin 1-3 fyrir Randers.

Það vekur athygli að Ísak Bergmann var tekinn aftur af velli á 74. mínútu. FCK náði ekki að setja mark og 3-1 tap niðurstaðan. Byrjunin ansi slök hjá dönsku meisturunum, sex stig eftir fimm leiki.

Fyrr í kvöld var Íslendingaslagur þegar Horsens fékk Midtjylland í heimsókn. Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens og Elías Rafn Ólafsson var í marki Midtjylland.

Útlitið var ansi gott fyrir Midtjylland í hálfleik þar sem staðan var 3-0. Horsens minnkaði muninn eftir tæplega klukkutíma leik. Midtjylland missti tvo menn af velli með rautt spjald og Horsens fékk víti á 88. mínútu. Aron fór á punktinn og minnkaði muninn enn frekar. 

Tveimur fleiri tókst Horsens síðan að jafna metin í uppbótartíma og þar við sat. Horsens er í 4. sæti deildarinnar með 8 stig eftir fimm leiki og Midtjylland í 6. sæti með 6 stig.

Í næst efstu deild var Kristófer Ingi Kristinsson allan tíman á varamannabekk Sönderjyske sem vann Hobro 3-0. Liðið er á toppnum með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.


Athugasemdir
banner
banner