Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. ágúst 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnst stórfurðulegt að FH hafi ekki tekið símtalið
Þetta er klárlega gæi sem FH getur notað mikið og vel
Þetta er klárlega gæi sem FH getur notað mikið og vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er gæi sem fær boltann og keyrir á leikmennina
Þetta er gæi sem fær boltann og keyrir á leikmennina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH var mikið í umræðunni í Innkastinu sem tekið var upp eftir síðustu umferð í Bestu deildinni. Adam Ægir Pálsson var til umræðu en hann er á láni hjá Keflavík frá Víkingi.

Adam Ægir er 23 ára og spilar oftast á kantinum. Í yngri flokkunum lék hann með FH í 3. og 4. flokki og veltu menn því fyrir sér af hverju FH hefði ekki fengið hann í sínar raðir eftir að Jónatan Ingi Jónsson var seldur til norska félagsins Start fyrir tímabilið.

„Mér finnst stórfurðulegt að FH hafi ekki einu sinni tekið símtalið fyrst að Víkingur var tilbúið að lána hann. Hann og Jónatan Ingi eru ekki ósvipaðir leikmenn og FH var nýbúið að missa Jónatan," sagði Magnús Hörður Harðarson, fótboltaþjálfari og stuðningsmaður FH.

„Ég hugsaði þetta á dögunum að Adam væri gæi sem FH þarf að sækja aftur heim. Hann er búinn að vera búinn að vera einn af þremur bestu sóknarmönnunum í neðri hluta deildarinnar. Þetta er klárlega gæi sem FH getur notað mikið og vel," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Þeir hefðu getað speglað Jónatan Inga með Adam Ægi. Þetta er gæi sem fær boltann, keyrir á leikmennina og er drullusama - hann er með sitt 'look' og sína ímynd. Menn geta sagt það sem þeir vilja en hann fer alltaf á leikmennina og er alltaf klár í að 'delivera'."

„Þarna ertu með leikmann sem Víkingar voru tilbúnir að lána en það er ekki einu sinni símtal og athugað hvernig landið liggur,"
sagði Magnús.

Adam hefur skorað þrjú mörk í fimmtán leikjum með Keflavík í sumar.

Sjá einnig:
„Mönnum er bara drullusama, það er engin ákefð og enginn karakter"
Innkastið - Bestu liðin hiksta og FHallbaráttan harðnar
Athugasemdir
banner
banner