Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fös 12. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Titilvörnin hefst í opnunarleiknum
Mynd: EPA

Fyrsta umferð ítölsku deildarinnar hefst á morgun þegar Ítalíumeistarar AC Milan taka á móti Udinese. Nágrannarnir í Atalanta eiga á sama tíma leik við Sampdoria.


Inter, sem var lengi vel á toppi deildarinnar á síðustu leiktíð en endaði í öðru sæti, heimsækir nýliða Lecce annað kvöld á meðan nýliðar Monza, sem eru með rúmlega 35 manns í hóp, taka á móti Torino sem hefur verið að styrkja sig vel undanfarna daga.

Lazio og Fiorentina eiga heimaleiki á sunnudaginn áður en Roma heimsækir nýliða Salernitana í öðrum kvöldleiknum. Það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með lærlingum Jose Mourinho eftir að félagið krækti í Paulo Dybala og Georginio Wijnaldum í sumarglugganum.

Napoli heimsækir svo Verona á mánudaginn áður en Juventus tekur á móti Sassuolo.

Laugardagur:
16:30 Sampdoria - Atalanta (Stöð 2 Sport 3)
16:30 Milan - Udinese (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Lecce - Inter (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Monza - Torino (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur:
16:30 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 2)
16:30 Fiorentina - Cremonese (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Spezia - Empoli (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Salernitana - Roma (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
16:30 Verona - Napoli (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Juventus - Sassuolo (Stöð 2 Sport 2)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner