Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. ágúst 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Gomez verði hjá City í vetur - Haaland getur bætt sig mikið
Sergio Gomez
Sergio Gomez
Mynd: EPA
Haaland
Haaland
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bournemouth sem fram fer á morgun.

Pep var spurður út í Sergio Gomez sem er að ganga í raðir félagsins frá Anderlecht. City er talið greiða um 11 milljónir punda fyrir spænska bakvörðinn.

„Félagið er alltaf að vinna í mörgum möguleikum í öllum stöðum. Hann er hæfileikaríkur leikmaður sem fór frá Barcelona til Dortmund. Hann spilaði ekki margar mínútur og fékk svo tækifærið hjá Vincent Kompany hjá Anderlecht. Hann er frábær leikmaður. Ég þarf ekki að segja ykkur það, allir vita það."

Guardiola var spurður hvort að Gomez gæti farið á lán eftir að skiptin til City eru gengin í gegn: „Hann verður hjá okkur."

Stjórinn var einnig spurður út í Erling Braut Haaland og möguleika hans á að bæta sig hjá City. „Í leiðinni að því að skora mark þá er ég ekki hrifinn af framherja sem bara bíður eftir að boltarnir komi til hans. Ef Erling vill taka skref til baka þá etur hann gert það."

„Hann hefur mikinn möguleika á að bæta sig. Ég myndi ekki segja að hann sé fullmótaður. Hann getur orðið betri leikmaður og hann er með viljann til þess. Honum líka að spila fótbolta. Ég hef aldrei séð leikmann, kannski Messi, sem er fullmótaður. Þú getur alltaf bætt þig. Við munum reyna gera hann að betri leikmanni - allir okkar leikmenn eiga möguleika á því að bæta sig mikið. Það er ástæðan fyrir því að við erum hér. Til þess að reyna hjálpa þeim,"
sagði Guardiola.

Í lok fundar sagði Guardiola frá því að Kalvin Phillips yrði ekki með á morgun og að Cole Palmer væri tæpur.
Athugasemdir
banner