Agla María Albertsdóttir verður ekki með Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta föstudagskvöld.
Blikar hafa saknað hennar sárt en hún hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.
Blikar hafa saknað hennar sárt en hún hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.
„Hún verður ekki með. Það eru enn 2-3 vikur í að hún komi til baka," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net um liðna helgi.
„Það væri frábært ef hún kemur til baka fyrir Meistaradeildina. Við vissum að þetta væru langtímameiðsli og það var 50/50 líkur með úrslitaleikinn. Svona er þetta bara."
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, er einnig tæp fyrir úrslitaleikinn.
Nik vonast til að Breiðablik nái að hefna fyrir síðasta leik gegn Val í bikarúrslitunum á föstudaginn.
Athugasemdir