Jón Arnar Barðdal hefur fengið félagaskipti frá KFG yfir í ÍBV og mun því klára tímabilið með Eyjamönnum.
Jón Arnar er 28 ára sóknarmaður sem hefur spilað með KFG frá og með tímabilinu 2022 en þar á undan lék hann með HK í tvö tímabil. Hann hefur einnig leikið með ÍR, Fjarðabyggð, Þrótti og Skínanda á sínum ferli og á að baki þrettán keppnisleiki með uppedlisfélaginu Stjörnunni tímabilin 2014/15.
Jón Arnar er 28 ára sóknarmaður sem hefur spilað með KFG frá og með tímabilinu 2022 en þar á undan lék hann með HK í tvö tímabil. Hann hefur einnig leikið með ÍR, Fjarðabyggð, Þrótti og Skínanda á sínum ferli og á að baki þrettán keppnisleiki með uppedlisfélaginu Stjörnunni tímabilin 2014/15.
Hann er orðinn löglegur fyrir leik ÍBV gegn ÍR á miðvikudag. ÍBV er stigi á eftir Fjölni sem situr í toppsæti Lengjudeildarinnar. Sex umferðir eru eftir af deildinni.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Jón Arnar keypt kaffihús í Vestmannaeyjum og mun hann starfa þar meðfram því að spila með ÍBV.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 20 | 10 | 5 | 5 | 43 - 26 | +17 | 35 |
2. Keflavík | 21 | 9 | 8 | 4 | 33 - 24 | +9 | 35 |
3. Fjölnir | 20 | 9 | 7 | 4 | 32 - 24 | +8 | 34 |
4. Afturelding | 20 | 10 | 3 | 7 | 36 - 34 | +2 | 33 |
5. Njarðvík | 21 | 8 | 8 | 5 | 32 - 27 | +5 | 32 |
6. ÍR | 20 | 8 | 8 | 4 | 28 - 24 | +4 | 32 |
7. Þróttur R. | 20 | 7 | 6 | 7 | 30 - 26 | +4 | 27 |
8. Grindavík | 20 | 6 | 7 | 7 | 38 - 38 | 0 | 25 |
9. Leiknir R. | 20 | 7 | 3 | 10 | 29 - 31 | -2 | 24 |
10. Þór | 20 | 4 | 8 | 8 | 28 - 37 | -9 | 20 |
11. Grótta | 20 | 4 | 4 | 12 | 29 - 46 | -17 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 20 | 2 | 7 | 11 | 21 - 42 | -21 | 13 |
Athugasemdir