De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 12. ágúst 2024 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Arnar Barðdal í ÍBV (Staðfest)
Lengjudeildin
Hefur skorað tíu mörk í sumar.
Hefur skorað tíu mörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Arnar Barðdal hefur fengið félagaskipti frá KFG yfir í ÍBV og mun því klára tímabilið með Eyjamönnum.

Jón Arnar er 28 ára sóknarmaður sem hefur spilað með KFG frá og með tímabilinu 2022 en þar á undan lék hann með HK í tvö tímabil. Hann hefur einnig leikið með ÍR, Fjarðabyggð, Þrótti og Skínanda á sínum ferli og á að baki þrettán keppnisleiki með uppedlisfélaginu Stjörnunni tímabilin 2014/15.

Hann er orðinn löglegur fyrir leik ÍBV gegn ÍR á miðvikudag. ÍBV er stigi á eftir Fjölni sem situr í toppsæti Lengjudeildarinnar. Sex umferðir eru eftir af deildinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Jón Arnar keypt kaffihús í Vestmannaeyjum og mun hann starfa þar meðfram því að spila með ÍBV.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner