Það voru að berast áhugaverð tíðindi frá Englandi; Ryan Lowe er hættur sem stjóri Preston eftir einn leik á nýju tímabili.
Fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu að um sameiginlega ákvörðun sé að ræða en Lowe hefur stýrt liðinu frá því í desember 2021. Öll tímabilin hans við stjórnvölinn hefur liðið endað um miðja Championship-deildina.
Fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu að um sameiginlega ákvörðun sé að ræða en Lowe hefur stýrt liðinu frá því í desember 2021. Öll tímabilin hans við stjórnvölinn hefur liðið endað um miðja Championship-deildina.
Hann segir að núna sé rétti tíminn til að hætta með Preston en það var baulað á liðið eftir tap í fyrsta leik tímabilsins gegn Sheffield United. Preston tapaði fimm leikjum í röð undir lok síðasta tímabil og þeim fyrsta á þessari leiktíð.
Preston er Íslendingalið en Stefán Teitur Þórðarson gekk í raðir félagsins í sumar. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum.
Næsti leikur Preston er gegn Sunderland í deildabikarnum á morgun.
Athugasemdir