Samtök íþróttafréttamanna í Kólumbíu hafa farið fram á að Emiliano Martínez, leikmaður Aston Villa, verði refsað af FIFA eftir að hann ýtti myndatökumanni frá sér eftir tap Argentínu gegn Kólumbíu á dögunum.
Argentína tapaði leiknum 2-1 en eftir leikinn var Martinez að þakka mönnum fyrir leikinn en þegar myndavél kom í áttina að honum brást hann illa við og sló hressilega í hönd myndatökumannsins með þeim afleiðingum að hann mssti hana í jörðina.
Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins.
„ACORD fordæmir harðlega yfirgangi Emiliano Martínez, markvarðar argentínska liðsins í garð myndatökumanns í lok leiksins í Barranquilla,“ segir í yfirlýsingu þeirra.
„Að slá hendinni í myndatökumanninn með þeim afleiðingum að myndavélin falli í grasið er árás á tjáningarfrelsið sem við viljum ekki."
????????| Booed throughout the game against Colombia, Emi Martinez hit the @TyCSports camera in frustration after a 2-1 defeat ????????????
— CentreGoals. (@centregoals) September 11, 2024
pic.twitter.com/qZZpFjLgPo