Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 12. september 2024 10:05
Elvar Geir Magnússon
Sekur um að hafa áreitt lukkudýr kynferðislega
Hugo Mallo, fyrrum fyrirliði Celta Vigo, hefur verið dæmdur sekur um að hafa áreitt lukkudýr Espanyol kynferðislega. Hann þarf að greiða manneskjunni sem lék lukkudýrið skaðabætur.

Mallo spilar í dag fyrir Aris Salonika í Grikklandi en brot hans átti sér stað árið 2019 þegar liðin voru að heilsast fyrir leik.

Samkvæmt dómnum setti Mallo hönd sína innfyrir búninginn til að snerta brjóst konunnar sem lék lukkudýrið.

Lukkudýr Espanyol eru páfagaukapar og kvartaði konan sem lék kvenkyns páfagaukinn yfir því að Mallo hefði þuklað á sér.


Athugasemdir
banner