Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wissa ætti að ná leiknum gegn Wolves
Mynd: Newcastle
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Yoane Wissa, nýr leikmaður Newcastle United, mun að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir félagið um helgina þegar Wolves kíkir í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Hann fór meiddur af velli í leik með Austur-Kongó í landsleikjahlénu en Craig Hope fréttamaður hjá Daily Mail segir að meiðslin hafi verið smávægileg. Wissa er búinn að ná sér aftur og er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Wolves.

Wissa mun líklega ekki byrja leikinn þar sem hann tók ekki þátt í undirbúningstímabilinu með Brentford heldur æfði einn síns liðs.

Hann verður þó ekki lengi að koma sér í gang þar sem hann dreymir um að taka þátt í heimaleiknum gegn Barcelona næsta fimmtudag.

Wissa hefur áður mætt mótlæti á ferlinum en breski ríkismiðillinn BBC rifjaði stuttlega upp sögu hans og feril. Þar var sérstaklega fjallað um sýruárás sem leikmaðurinn varð fyrir í Frakklandi, skömmu fyrir félagaskiptin sín til Brentford í ágúst 2021.

Kona, sem var síðar nafngreind sem Laëtitia P., fór heim til Wissa þegar hann lék fyrir Lorient og þóttist vilja fá eiginhandaráritun.

Þegar Wissa opnaði dyrnar fyrir henni skvetti hún sýru í andlit hans og reyndi að nema dóttur hans á brott.

Henni mistókst ætlunarverk sitt og tókst Wissa ásamt eiginkonu sinni að fæla konuna burt.

Árásarkonan var fundin um klukkutíma eftir árásina en hún hafði áður reynt að nema börn á brott frá tveimur öðrum fjölskyldum þar sem foreldrarnir særðust alvarlega. Hún fékk 18 ára fangelsisdóm fyrir brot sín.

Wissa þurfti að gangast undir aðgerð á andliti og varð sjónskertur um tíma, en það tók hann sex mánuði að endurheimta fulla sjón. Þetta atvik hafði slæm og djúpstæð áhrif á líf hans og flutninginn til Brentford. Hann átti erfitt með svefn, var einangraður og var oft veikur eða meiddur.

Hann komst þó yfir þennan erfiða kafla að lokum og hefur verið lykilmaður í liði Brentford á undanförnum árum.

   04.08.2021 20:55
Missti næstum sjón eftir sýruárás - Nú á leið í ensku úrvalsdeildina


Newcastle keypti Wissa fyrir 55 milljónir punda í sumar og spilar hann að öllum líkindum gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í næstu viku. Hann er kominn langt frá þeim stað þegar hann spilaði fyrir framan 3000 áhorfendur á útivelli gegn Chambly í næstefstu deild í Frakklandi fyrir sex árum.

Hann getur þó ekki búist við því að fá hlýjar móttökur þegar Newcastle heimsækir Brentford í byrjun nóvember. Stuðningsmenn Brentford eru ekki sáttir með hvernig Wissa hagaði sér og neyddi félagið til að selja sig, ekki ósvipað því hvernig Alexander Isak yfirgaf Newcastle.

Wissa og Isak héldu því báðir fram að félögin væru að brjóta heiðursmannasamkomulag með því að hafna tilboðum í þá og neituðu að spila fótboltaleiki eða fara með í æfingaferðir.

   01.09.2025 20:56
„Ekki eitt einasta þakkarorð" til Isak í yfirlýsingu Newcastle

Athugasemdir
banner