Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   þri 12. október 2021 17:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ísland á efnilega fótboltamenn og það sýndi sig svo sannarlega í dag"
Skulum ekki detta í neinn fórnarlambagír
Icelandair
Davíð er ekki að tala um sjálfan sig þó hann sé öflugur í að halda á lofti.
Davíð er ekki að tala um sjálfan sig þó hann sé öflugur í að halda á lofti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst spilamennska liðsins mjög góð. Við byrjuðum af miklum krafti fannst mér og það sem við lögðum upp með bæði sóknar- og varnarlega gekk að mörgu leyti upp."

„Við töluðum um það fyrir leik að við værum með gott lið, settum þetta upp sem jafnan leik og við ætluðum að koma hérna til að taka stigin. Mér fannst við sýna þannig frammistöðu í dag að við gátum alveg tekið stigin eins og þeir. Við eigum ekki að sætta okkur við það að tapa en leikurinn sjálfur vel útfærður og spilaður hjá strákunum,"
sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins eftir svekkjandi tap gegn Portúgal.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

„Við spiluðum varnarleik til að komast í færi og þegar við værum með boltann vildum við komast í færi. Færin komu, stundum skoraru og stundum skoraru ekki. Við skoruðum ekki í dag en frammistaðan góð."

Valgeir Lunddal skoraði í uppbótartíma en dómari leiksins dæmdi markið af. Hvað hefur Davíð að segja um það?

„Mín tilfinning er að sjálfsögðu inn með boltann. Þetta er 50:50 návígi og Valgeir er stór og sterkur strákur í svaka standi. Hann hoppar hærra en markmaðurinn sýnist mér og klárar þetta, áfram með leikinn og 1-1. Auðvelt fyrir dómarann að dæma en við skulum ekki detta í neinn fórnarlambagír, við fengum líka önnur færi til að skora."

Davíð var spurður hvað þessi frammistaða gæfi liðinu. „Þetta sýnir að við erum með gott lið, Ísland á efnilega fótboltamenn og það sýndi sig svo sannarlega í dag. Þetta gefur okkur aðeins meiri staðfestingu á því sem okkur finnst og strákarnir eiga að trúa því allan daginn að þeir geta gert það sem þeir vilja," sagði Davíð.

Hann var að lokum spurður út í Valgeir Lunddal og Kristal Mána og má sjá svörin í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner