Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 12. október 2021 17:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ísland á efnilega fótboltamenn og það sýndi sig svo sannarlega í dag"
Skulum ekki detta í neinn fórnarlambagír
Icelandair
Davíð er ekki að tala um sjálfan sig þó hann sé öflugur í að halda á lofti.
Davíð er ekki að tala um sjálfan sig þó hann sé öflugur í að halda á lofti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst spilamennska liðsins mjög góð. Við byrjuðum af miklum krafti fannst mér og það sem við lögðum upp með bæði sóknar- og varnarlega gekk að mörgu leyti upp."

„Við töluðum um það fyrir leik að við værum með gott lið, settum þetta upp sem jafnan leik og við ætluðum að koma hérna til að taka stigin. Mér fannst við sýna þannig frammistöðu í dag að við gátum alveg tekið stigin eins og þeir. Við eigum ekki að sætta okkur við það að tapa en leikurinn sjálfur vel útfærður og spilaður hjá strákunum,"
sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins eftir svekkjandi tap gegn Portúgal.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

„Við spiluðum varnarleik til að komast í færi og þegar við værum með boltann vildum við komast í færi. Færin komu, stundum skoraru og stundum skoraru ekki. Við skoruðum ekki í dag en frammistaðan góð."

Valgeir Lunddal skoraði í uppbótartíma en dómari leiksins dæmdi markið af. Hvað hefur Davíð að segja um það?

„Mín tilfinning er að sjálfsögðu inn með boltann. Þetta er 50:50 návígi og Valgeir er stór og sterkur strákur í svaka standi. Hann hoppar hærra en markmaðurinn sýnist mér og klárar þetta, áfram með leikinn og 1-1. Auðvelt fyrir dómarann að dæma en við skulum ekki detta í neinn fórnarlambagír, við fengum líka önnur færi til að skora."

Davíð var spurður hvað þessi frammistaða gæfi liðinu. „Þetta sýnir að við erum með gott lið, Ísland á efnilega fótboltamenn og það sýndi sig svo sannarlega í dag. Þetta gefur okkur aðeins meiri staðfestingu á því sem okkur finnst og strákarnir eiga að trúa því allan daginn að þeir geta gert það sem þeir vilja," sagði Davíð.

Hann var að lokum spurður út í Valgeir Lunddal og Kristal Mána og má sjá svörin í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner