Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. október 2021 21:32
Brynjar Ingi Erluson
„Þjálfarinn of smeykur að breyta til í liðinu"
Valgeir Lunddal Friðriksson
Valgeir Lunddal Friðriksson
Mynd: Guðmundur Svansson
Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, segist eiga skilið að spila fleiri mínútur með liðinu en hann segir að þjálfarinn sé aðeins of smeykur við að gera breytingar.

Valgeir var í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en síðan þá hefur hann aðeins spilað 55 mínútur og verið meira og minna á tréverkinu.

Häcken er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig þegar átta leikir eru eftir.

Þjálfarinn gerir fáar breytingar og segir Valgeir að hann sé hreinlega of smeykur við að breyta til.

„Ég talaði við þjálfarann og hægri bakvörðurinn sem ég er búinn að berjast við er búinn að spila þarna í þrjú og hálft ár. Þjálfarinn sagði að það væri erfitt að skipta í liðinu. Mér finnst hann vera of smeykur að breyta til í liðinu. Mér finnst ég vera búinn að standa mig virkilega vel á æfingum," sagði Valgeir við Fótbolta.net.

„Mér finnst ég eiga skilið að spila miklu fleiri mínútur en svona er þetta. Vonandi kemur þetta á næstunni," sagði hann í lokin.
Valgeir svekktur: Finnst það mjög skrítið ef ég segi alveg eins og er
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner