Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 12. október 2021 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Varane ekki með Man Utd næstu vikurnar
Raphael Varane meiddist gegn Spánverjum og þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik
Raphael Varane meiddist gegn Spánverjum og þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Franski varnarmaðurinn Raphael Varane verður ekki með Manchester United næstu vikurnar vegna meiðsla í nára en þetta staðfesti félagið í dag.

Varane fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks er Frakkland vann Spán í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar um helgina.

Hann fann til í nára og er nú ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins.

United sendi frá sér yfirlýsingu í dag og kom þar fram að Varane verður ekki með næstu vikurnar.

Þetta er blóðtaka fyrir United sem gæti einnig verið án Harry Maguire gegn Leicester City um helgina.

Eric Bailly og Victor Lindelöf munu að öllum líkindum byrja þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner