Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 12. nóvember 2018 23:36
Fótbolti.net
Welbeck fór í aðra aðgerð - Tímabilið líklega búið
Enski framherjinn Danny Welbeck fór í aðra aðgerð á ökkla í dag og hefst svo endurhæfing í kjölfarið en Unai Emery, stjóri Arsenal, greinir frá þessu.

Welbeck meiddist illa í 0-0 jafnteflinu gegn Sporting á Emirates-leikvanginum er liðin mættust í Evrópudeildinni. Hann lenti afar illa og þurfti að fara af velli eftir hálftímaleik.

Hann þurfti að fara í aðra aðgerð á ökkla í dag og mun nú endurhæfingarferlið hefjast. Unai Emery, stjóri Arsenal, telur það ólíklegt að Welbeck spili meira á tímabilinu.

Welbeck verður samningslaus eftir tímabilið og því mikið högg fyrir leikmanninn.

„Nú hefst endurhæfingarferlið hjá Danny. Það er of snemmt að segja til um hvað það tekur langan tíma," sagði Emery.

„Báðar aðgerðirnar gengu vel og það kom ekkert upp á. Nú munum við hlúa vel að Danny til að koma honum af stað sem fyrst," sagði hann í lokin.
Athugasemdir