Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 10:33
Magnús Már Einarsson
Birgir verður framkvæmdastjóri ÍTF
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birgir Jóhannsson mun taka við starfi sem framkvæmdastjóri hjá Íslenskum Toppfótbolta um áramótin samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Birgir hefur um áraraðir verið framkvæmdastjóri hjá knattspyrnudeild FH en hann mun nú fara til starfa hjá ÍTF.

ÍTF samanstendur af félögum sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu.

Framkvæmdastjóri hefur m.a. umsjón með daglegum rekstri ÍTF, sinnir markaðsstarfi, áætlana – og samningagerð vegna sjónvarps- og markaðsréttinda og er í samskiptum við hagsmunaaðila, s.s. aðildarfélög, KSÍ, fjölmiðla og aðra samstarfsaðila.

ÍTF auglýsti eftir framkvæmdastjóra í fullt starf í sumar og í kjölfarið var valið úr umsækjendum.
Athugasemdir
banner
banner
banner