Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Joachim Löw vill sjá Flick halda starfinu hjá Bayern
Bayern vann Olympiakos 2-0 og Dortmund 4-0 í fyrstu leikjum Flick við stjórnvölinn.
Bayern vann Olympiakos 2-0 og Dortmund 4-0 í fyrstu leikjum Flick við stjórnvölinn.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur miklar mætur á Hans-Dieter Flick sem er bráðabirgðastjóri FC Bayern.

Flick starfaði sem aðstoðarþjálfari Löw í átta ár (2006-2014) hjá þýska landsliðinu og var aðalþjálfari Hoffenheim í fimm ár þar áður. Hann er 54 ára gamall.

„Við Hansi störfuðum saman í átta ár og ég þekki hann því mjög vel. Hann er með skýrar hugmyndir um hvernig hann vill að leikmenn sínir spili og þess vegna vissi ég að hann yrði strax rétti maðurinn í starfið," sagði Löw við Kicker.

„Hansi getur tekið þetta starf að sér. Hann býr yfir gríðarlegri reynslu á mismunandi sviðum og er mjög viðkunnanlegur. Hann finnur mikla samkennd með leikmönnum og kennir þeim margt mikilvægt."
Athugasemdir
banner
banner
banner