Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 12. nóvember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodri stefnir á að ná HM félagsliða
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Rodrigo sleit krossband í 2-2 jafntefli Manchester City gegn Arsenal í september og búist var við að hann yrði frá út tímabilið, eins og er yfirleitt tilfellið með krossbandsslit.

Rodri segist þó vera að ná góðum árangri í endurhæfingunni og hefur sett sér ansi bjartsýnt markmið að snúa aftur til leiks fyrir lok tímabilsins.

Rodri vann Ballon d'Or kosninguna í haust og er af mörgum talinn vera allra besti miðjumaður heimsfótboltans í dag. Man City saknar hans sárt og hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í röð.

„Mér líður eins og ég geti snúið til baka á þessu tímabili. Það er mögulegt og ég ætla að láta það gerast. Ég er að passa mig að fara mjög varlega í endurhæfingarferlinu, ég er ekki að flýta mér," sagði Rodri, sem benti einnig á að tímabilið í ár verður lengra heldur en leiktíðirnar sem komu á undan.

„Þetta er langt tímabil sérstaklega með HM félagsliða næsta sumar. Ég get náð þessu."

Rodri er 28 ára gamall og vonast til að vera orðinn aftur liðtækur um miðjan júní í síðasta lagi, tæpum 9 mánuðum eftir krossbandsslitið.

Rodri var svo spurður út í Ballon d'Or verðlaunin sem hann vann. Þar endaði Vinicius Junior í öðru sæti, Jude Bellingham í þriðja sæti, Dani Carvajal í því fjórða og Erling Braut Haaland í fimmta.

„Ég myndi velja Dani Carvajal í annað sætið og Vinicius Junior í þriðja sætið."

Rodri og Carvajal sigruðu Evrópumótið með spænska landsliðinu síðasta sumar en hann og Vinicius hafa aldrei verið liðsfélagar.
Athugasemdir
banner
banner
banner