Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. desember 2019 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Man Utd og Wolves: Martial byrjar
Mynd: Getty Images
Síðustu tólf leikirirnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar hefjast klukkan 20:00 og hafa byrjunarliðin verið kynnt til sögunnar.

Manchester United og Wolves eiga heimaleiki og eru bæði búin að tryggja sig áfram í útsláttarkeppnina.

Man Utd á heimaleik við AZ Alkmaar en Albert Guðmundsson er ekki með í liði gestanna, hann er enn að ná sér eftir meiðsli. Liðin eru bæði komin áfram og mætast í toppslag. Rauðu djöflarnir eru einu stigi á undan fyrir upphafsflautið.

Rauðu djöflarnir tefla fram áhugaverðu byrjunarliði þar sem Anthony Martial er í byrjunarliðinu en Marcus Rashford er hvíldur á bekknum. Ole Gunnar Solskjær gerir talsverðar breytingar á liðinu sem lagði Manchester City á Etihad leikvanginum um helgina.

Scott McTominay og Fred fara einnig á bekkinn. Nemanja Matic fær tækifæri með byrjunarliðinu rétt eins og James Garner, Andreas Pereira og Juan Mata.

Þá byrja Alex Tuanzebe og Brandon Williams í varnarlínunni ásamt Harry Maguire og Ashley Young. Sergio Romero ver markið.

Man Utd: Romero, Young, Maguire, Tuanzebe, Williams, Matic, Garner, Mata, Pereira, Martial, Greenwood
Varamenn: Grant, Jones, Laird, Fred, McTominay, Chong, Rashford

Úlfarnir eiga heimaleik við Besiktas og þurfa sigur til að eiga möguleika á að enda í toppsæti K-riðils. Braga vermir toppsætið sem stendur, með einu stigi meira en Wolves.

Úlfarnir gera sjö breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Brighton um helgina. Það eru aðeins Conor Coady, Leander Dendoncker, Joao Moutinho og Ruben Neves sem halda sæti sínu í liðinu.

Wolves: Ruddy, Bennett, Coady, Kilman, Buur, Dendoncker, Moutinho, Neves, Vinagre, Neto, Cutrone
Varamenn: Sondergaard, Vallejo, Diogo Jota, Perry, Otasowie, Cundle, Richards
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner