Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
Fikayo Tomori búinn að skrifa undir nýjan samning
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn ungi Fikayo Tomori er búinn að skrifa undir nýjan samning við Chelsea sem gildir í fjögur og hálft ár, eða þar til í lok júní 2024.

Tomori verður 22 ára eftir viku og hefur staðið sig vel í haust undir stjórn Frank Lampard. Hann gerði góða hluti að láni hjá Derby á síðustu leiktíð, þar sem hann lék einnig undir stjórn Lampard.

Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Chelsea sem eru flestir mjög ánægðir með hversu vel Lampard hefur stimplað sig inn í stjórastarfið. Hann hefur verið að gefa ungum leikmönnum mörg tækifæri og eins og staðan er í dag þá virðist framtíð félagsins vera ansi björt.

Hann er búinn að spila 11 af 16 deildarleikjum Chelsea á tímabilinu og þá spilaði hann fjóra fyrstu leiki liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner