Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   mán 12. desember 2022 13:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að það væri fullkomin lausn að fá Pulisic inn
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: EPA
Emmanuel Petit, fyrrum miðjumaður Arsenal, kveðst vera búinn að finna lausnina þegar kemur að meiðslum Gabriel Jesus.

Jesus meiddist í leik með Brasilíu á HM og verður frá næstu þrjá mánuðina eða svo.

Petit telur að það væri sniðugt fyrir Arsenal að fá inn Christian Pulisic frá Chelsea fyrst Jesus verður svona lengi frá. Pulisic er á mála hjá Chelsea en er ekki í lykilhlutverki þar.

„Ég held að hann sé nákvæmlega þannig leikmaður sem Arsenal þarf," segir Petit um Pulisic.

„Ég held að hann væri frábær kostur á meðan Gabriel Jesus. Hann á meira skilið en að sitja á bekknum hjá Chelsea."

Pulisic lék vel með Bandríkjunum á HM í Katar en liðið féll þar úr leik gegn Hollandi.
Athugasemdir