Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 12. desember 2024 23:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höjlund og Forster frábærir - Onana og Rashford fá falleinkunn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Rasmus Höjlund var maður leiksins að mati Sky Sports þegar Man Utd vann endurkomusigur á Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í kvöld.

Höjlund kom inn á sem varamaður og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri. Hann fær átta í einkunn eins og Amad Diallo. Andre Onana var sökudólgurinn þegar hann átti slaka sendingu í aðdraganda marksins hjá Plzen en hann fær aðeins fjóra í einkunn eins og Marcus Rashford sem fann sig alls ekki í kvöld.

Plzen: Jedlicka (6), Dweh (7), Markovic (7), Jemelka (6), Cadu (6), Cerv (7), Kalvach (6), Souare (6), Vydra (7), Sulc (7), Vasulin (5).

Varamenn: Sojka (n/a), Havel (n/a), Prince Adu (6).

Man Utd: Onana (4), Mazraoui (6), De Ligt (5), Martinez (7), Dalot (6), Fernandes (7), Casemiro (6), Malacia (6), Amad (8), Rashford (4), Zirkzee (5).

Varamenn: Mount (7), Hojlund (8), Garnacho (Spilaði ekki nóg), Antony (7), Ugarte (Spilaði ekki nóg).

Tottenham hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum en liðið gerði jafntefli gegn Rangers í kvöld. Fraser Forster bjargaði stigi fyrir Tottenham undir lokin og var nokkuð öruggur í markinu allan leikinn, hann var maður leiksins og fær átta.

Dominic Solanke og Dejan Kulusevski komu inn á sem varamenn een Solanke lagði upp jöfnunarmarkið á Kulusevski. Kulusevski fær einnig átta í einkunn en Solanke fær sjö.

Rangers: Butland (7); Tavernier (7), Souttar (6), Propper (7), Jefte (7); Bajrami (7), Raskin (7), Diomande (7); Cerny (7), Igamane (8), Ridwan (7).

Varamenn: Balogun (7), Barron (6), Sterling (6), Dessers (6), Fraser (Spilaði ekki nóg)

Tottenham: Forster (8); Porro (6), Dragusin (6), Gray (6), Udogie (6); Bissouma (6), Bentancur (6), Maddison (6); Johnson (6), Son (6), Werner (5).

Varamenn: Kulusevski (8), Solanke (7), Sarr (6), Bergvall (5)
Athugasemdir
banner
banner