Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. janúar 2020 15:30
Fótbolti.net
Martinelli fyllir skarð Aubameyang
Gabriel Martinelli.
Gabriel Martinelli.
Mynd: Getty Images
Pierre Emerick-Aubameyang, besti leikmaður Arsenal, er á leið í þriggja leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í jafnteflisleiknum gegn Crystal Palace um helgina.

„Það þarf ekkert að ræða það að þetta var ekkert nema eldrautt á Aubameyang. Hann er á leið í leikbann og það er hægara sagt en gert fyrir Arsenal að fylla hans skarð," sagði Elvar Geir Magnússon í Evrópu-Innkastinu sem kom inn í gær.

Daníel Geir Moritz, stuðningsmaður Arsenal, tók undir þessi orð.

„Algjörlega en Martinelli kemur væntanlega inn í staðinn og næsti leikur er heimaleikur gegn Sheffield United. Martinelli er framtíðarleikmaður Arsenal. Þetta er ekki eins mikið áfall og það hefði getað verið," sagðiDaníel.

„Það er ungur leikmaður sem fær mikilvægar mínútur," sagði Elvar en Martinelli er 18 ára gamall og er kominn með eitt mark í úrvalsdeildinni, það skoraði hann gegn West Ham.
Innkastið - City á besta deginum betra en Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner