Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 13. janúar 2020 18:42
Aksentije Milisic
Setien að taka við Barcelona?
Xavi afþakkaði starfið
Quique Setien er hann þjálfaði Real Betis.
Quique Setien er hann þjálfaði Real Betis.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Quique Setien er mættur til Barcelona. Talið er að þar fari fram viðræður um að Setien taki við Barcelona af Ernesto Valverde.

Valverde hefur verið valtur í sessi í töluverðan tíma hjá Barcelona og það hjálpaði honum ekki að detta út úr Ofurbikarnum á dögunum þegar Atletico Madrid lagði Barcelona í undanúrslitunum.

Barcelona var búið að ræða við Xavi Hernandez, fyrrverandi leikmann félagsins, um að taka við liðinu en Xavi vildi ekki gera það á miðju tímabili. Þá hafði Ronald Koeman einnig hafnað starfinu.

Quique Setien, sem þjálfaði síðast Real Betis á árunum 2017-2019, er talinn líklegastur til þess að taka við liðinu. Umboðsmaður hans er mættur til Barcelona og gefur það mikla vísbendingu um að viðræður séu í gangi. Á eftir Setien eru Maricio Pochettino og þjálfari varaliðs Barcelona, Francisco Pimienta, taldnir líklegastir til að taka við liðinu.

Barcelona mætir Granada á sunnudaginn kemur í La Liga deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner