Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 13. janúar 2020 18:42
Aksentije Milisic
Setien að taka við Barcelona?
Xavi afþakkaði starfið
Umboðsmaður Quique Setien er mættur til Barcelona. Talið er að þar fari fram viðræður um að Setien taki við Barcelona af Ernesto Valverde.

Valverde hefur verið valtur í sessi í töluverðan tíma hjá Barcelona og það hjálpaði honum ekki að detta út úr Ofurbikarnum á dögunum þegar Atletico Madrid lagði Barcelona í undanúrslitunum.

Barcelona var búið að ræða við Xavi Hernandez, fyrrverandi leikmann félagsins, um að taka við liðinu en Xavi vildi ekki gera það á miðju tímabili. Þá hafði Ronald Koeman einnig hafnað starfinu.

Quique Setien, sem þjálfaði síðast Real Betis á árunum 2017-2019, er talinn líklegastur til þess að taka við liðinu. Umboðsmaður hans er mættur til Barcelona og gefur það mikla vísbendingu um að viðræður séu í gangi. Á eftir Setien eru Maricio Pochettino og þjálfari varaliðs Barcelona, Francisco Pimienta, taldnir líklegastir til að taka við liðinu.

Barcelona mætir Granada á sunnudaginn kemur í La Liga deildinni.
Athugasemdir
banner
banner