Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. janúar 2021 17:09
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man City og Brighton: Sterling og Jesus bekkjaðir
De Bruyne er fyrirliði.
De Bruyne er fyrirliði.
Mynd: Getty Images
Manchester City og Brighton mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 18 og eru byrjunarliðin komin í hús.

City getur komist í þrijða sæti deildarinnar með sigri en Brighton er í bullandi fallbaráttu og þarf því nauðsynlega á stigum að halda.

Pep Guardiola heldur áfram að spila með Ruben Dias og John Stones í hjarta varnarinnar en þeir hafa verið að spila frábærlega upp á síðkastið. Bernardo Silva er í liðinu eftir tvennu í FA-bikarnum og þá eru þeir Gabriel Jesus og Raheem Sterling á bekknum.

Þá er Sergio Aguero ekki í leikmannahópi City en hann er í sóttkví.

Hjá Brighton snýr Robert Sanchez aftur í markið en hann var hvíldur í FA-bikarnum um síðustu helgi. Neil Maupey og Solly March fá sér sæti á bekknum og þá er Davy Propper mættur í byrjunarliðið.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Manchester City: Ederson, Cancelo, Dias, Stones, Zinchenko, Rodrigo, Gundogan, De Bruyne (C), Mahrez, Foden, Bernardo
(Varamenn: Steffen, Walker, Sterling, Jesus, Torres, Mendy, Fernandinho, Harwood-Bellis, Mbete)

Brighton: Sanchez, White, Webster, Dunk, Mac Allister, Trossard, Tau, Propper, Bernardo, Burn, Veltman.
(Varamenn: Walton, Maupey, Gross, March, Zeqiri, Sanders, Jenks, Weir, Khadra)
Athugasemdir
banner
banner