Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 13. janúar 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
KR hættir við að áfrýja til CAS
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur afturkallað áfrýjun sína til Alþjóða íþróttadómstólsins CAS en þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, í viðtali við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun á SportFM.

KR-ingar voru ósáttir þegar keppni á Íslandsmótinu var hætt í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins.

Í kjölfarið leitaði KR til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og síðan áfrýjunardómstóls KSÍ. Kæru félagsins var vísað frá og KR hafði áætlað að fara með málið fyrir CAS.

„Við aft­ur­kölluðum málið á þeim for­send­um að kostnaður hefði hlaupið á fleiri fleiri millj­ón­um og við mát­um þetta sem svo að það væri ekki for­svar­an­legt af hálfu fé­lags­ins að fara með fjár­muni þess í slíka veg­ferð," sagði Páll í Mín skoðun.

Kostnaðurinn er í kringum 40 þúsund frankar eða 5,8 milljónir íslenskra króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner