Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. janúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Kvarta yfir að leikmenn í Þýskalandi mæti með nýjar hárgreiðslur
Leikmenn Dortmund fagna marki í þýsku Bundesligunni.
Leikmenn Dortmund fagna marki í þýsku Bundesligunni.
Mynd: Getty Images
Samtök hárgreiðslufólks í Þýskalandi hefur sent kvörtun til þýska knattspyrnusambandsins þar sem leikmenn í þýsku Bundesligunni mæta margir með nýjar hárgreiðslur í leiki þessa dagana á sama tíma og hárgreiðslustofum er skipað að hafa lokað.

Vegna kórónuveirunnar hafa hárgreiðslustofur í Þýskalandi ekki mátt vera opnar síðan 16. desember.

Samtök hárgreiðslufólks lýsir furðu sinni á því að leikmenn mæti með nýjar hárgreiðslur í leiki um hverja helgi og segja að leikmenn séu greinilega að borga hárgreiðslufólki fyrir að brjóta reglur með því að vinna þegar það er bannað.

„Þetta leiðir til þess að viðskiptavinir eru að hringja í hárgreiðslufólk og óska eftir brotum á reglum vegna kórónuveirunnar með því að klippa fólk heima hjá sér," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Samtökin hafa kallað eftir því að leikmenn sýni samstöðu og hætti að mæta með nýjar hárgreiðslur í leiki.
Athugasemdir
banner
banner