Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. janúar 2022 11:15
Elvar Geir Magnússon
Levy verður að styðja við Conte og opna veskið
Antonio Conte, stjóri Tottenham.
Antonio Conte, stjóri Tottenham.
Mynd: EPA
Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham.
Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp segir að Tottenham verði að styðja við bakið á Antonio Conte og styrkja leikmannahóp liðsins. Tottenham tapaði samtals 3-0 gegn Chelsea í tveggja leikja einvígi í undanúrslitum deildabikarsins.

Conte hefur notið mikillar velgengni sem stjóri og var ráðinn í nóvember til að taka Tottenham upp á næsta stall. Hann á erfitt verkefni fyrir höndum og hefur sjálfur kallað eftir því að stjórnarformaðurinn Daniel Levy færi sér þá leikmenn sem hann þurfi til að minnka bilið upp í Chelsea, Liverpool og Manchester City.

Redknapp er sammála Conte og segir að hann þurfi fjárhagslegan stuðning til að ná sínu markmiði.

„Tottenham er í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Arsenal og á tvo leiki til góða. Liðið er í smá ógöngum," segir Redknapp sem er sparkspekingur Sky Sports.

„Conte er vanur því að kaupa alvöru leikmenn, tilbúna menn. Hann fékk Rudiger, Kante, David Luiz. Hjá Inter fékk hann Lukaku. Allt reynslumiklir leikmenn. Þetta er það sem hann vill."

„Hann tók ekki við Tottenham til að enda meðal sex efstu liða. Hann stefnir á að berjast um titilinn. Hann veit hvað til þarf. Hann þarf að fá stuðninginn og hann þarf að fá stuðning strax. Það þarf að styrkja liðið og Levy þarf að gefa Conte það sem hann vill."

Conte fundaði með Levy og Fabio Paratici yfirmanni fótboltamála á dögunum og var rætt um möguleg leikmannakaup. Conte sagði það hreint út að þörf væri á að styrkja liðið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner