Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
banner
   fim 13. janúar 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ranieri: Aldrei segja aldrei
Mynd: Watford
Claudio Ranieri, stjóri Watford, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Framundan er gífurlega mikilvægur leikur gegn Newcastle á laugardag. Ranieri var spurður út í félagaskiptagluggann og hvort að Watford gæti keypt leikmann í glugganum.

„Aldrei segja aldrei," sagði Ranieri. i>„Ég er mjög sáttur við þá þrjá leikmenn sem við höfum fengið, þeir eru með sterka eiginleika." Hann útilokaði ekki að einhver af þessum nýju leikmönnum gæti tekið þátt gegn Newcastle.

„Ég hef trú á þessu liði og ég er viss um að við verðum öruggir, við spilum þrjá leiki gegn liðum í kringum okkur í fallbaráttunni í þessari viku."

„Það er mjög mikilvægt að vera þéttir og sterkir því að andstæðingurinn mun líka vera það,"
sagði Ranieri. Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Edo Kayembe, Hassane Kamara og Samir eru þeir leikmenn sem Watford hefur keypt í glugganum.

Ben Foster, Emmanuel Dennis, Kiko Femenía og Christian Kabasele gætu allir verið klárir í slaginn á laugardag eftir að hafa glímt við meiðsli.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
4 Sunderland 12 5 5 2 14 10 +4 20
5 Liverpool 12 6 1 5 18 17 +1 19
6 Bournemouth 12 5 4 3 17 18 -1 19
7 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
8 Crystal Palace 12 4 6 2 14 9 +5 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Brighton 12 4 5 3 17 15 +2 17
12 Brentford 12 5 2 5 17 17 0 17
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 12 3 3 6 12 16 -4 12
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 West Ham 12 3 2 7 13 23 -10 11
18 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
19 Nott. Forest 12 2 4 6 10 20 -10 10
20 Wolves 12 0 3 9 7 25 -18 3
Athugasemdir
banner
banner