Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   mán 13. janúar 2025 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bruno Fernandes sendi „íslensku fjölskyldu" sinni gjöf
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, og eiginkona hans sendu Jóhann Berg Guðmundssyni og Hólmfríði Björnsdóttur fallega gjöf eftir að þau eignuðust sitt þriðja barn á dögunum.

Jóhann Berg og Hólmfríður eignuðust dóttur á dögunum og hefur hún fengið nafnið Svala.

Fernandes og Jóhann Berg eru miklir vinir eftir að hafa báðir leikið í enska boltanum. Það ríkir líka mikill vinskapur á milli fjölskyldna þeirra.

Fernandes og eiginkona hans ákváðu að senda gjöf til Jóhanns og Hólmfríðar eftir fæðingu dóttur þeirra. Þau sendu flott blóm eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Fernandes deilir mynd af þessu á Instagram og skrifar einfaldlega: „Íslenska fjölskyldan okkar," og lætur hann hjarta fylgja með.

Hér fyrir neðan má sjá myndina en Fótbolti.net óskar Jóhanni Berg og Hólmfríði til hamingju.
Athugasemdir
banner