Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 13. febrúar 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bobby Madley snýr aftur í dómgæslu á Englandi
Madley fer yfir málin með Jurgen Klopp.
Madley fer yfir málin með Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Bobby Madley mun snúa aftur í dómgæslu á Englandi eftir 18 mánaða fjarveru.

Madley hætti að dæma á hæsta stigi leiksins á Englandi í ágúst 2018. Alls konar sögusagnir fóru á kreik um brottför hans úr enskum fótbolta. Sannleikurinn er hins vegar sá að hann tók upp myndband á símann sinn þar sem hann gerði grín af hreyfihömluðum og sendi á vin sinn.

Stuttu síðar reifst hann við vin sinn um fjölskyldumál og hótaði hann honum í kjölfarið að hann myndi senda myndbandið á yfirmenn hans á Englandi. Það varð svo að veruleika.

Madley hefur verið í viðræðum um að snúa aftur til Englands síðustu vikurnar og nú er það ljóst að það mun gerast. Hann mun byrja á því að dæma í utandeildinni á þessu tímabili, og á næsta tímabili fer hann í hóp með dómurum sem dæma í C- og D-deild Englands.

„Ég er ekki stoltur af því sem ég gerði árið 2018. Ég hef lært af því og ég tel að ég sé núna betri og sterkari manneskja fyrir vikið," skrifaði Madley í bloggfærslu í dag.
Athugasemdir
banner
banner