banner
   fim 13. febrúar 2020 14:14
Hafliði Breiðfjörð
Cloe ekki enn með leyfi FIFA til að vera í íslenska landsliðinu
Icelandair
Cloe í leik með ÍBV í fyrrasumar.
Cloe í leik með ÍBV í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari kvenna tilkynnti í dag leikmannahóp sinn sem fer á æfingamótið Pinatar Cup í byrjun næsta mánaðar og mætir þar Skotlandi, Norður Írlandi og Úkraínu.

Natasha Anasi leikmaður Keflavíkur var í hópnum en hún var að fá ríkisborgararétt í desember og var því valin í fyrsta sinn. Hún fæddist í Bandaríkjunum en hefur leikið hér á landi undanfarin ár.

Athygli vakti að Cloe Lacasse leikmaður Benfica í Portúgal er ekki enn valin þrátt fyrir að vera komin með ríkisborgararétt. Ástæða þess er að FIFA hefur ekki enn gefið henni keppnisleyfi með Íslandi. Hún er fædd í Kanada.

„Hún er komin með ríkisborgararétt en það er verið að vinna í því hér innanhúss og með FIFA að hún fái keppnisleyfi. Hún kom því ekki til greina að þessu sinni," sagði Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.

„Það eru ákveðnar kröfur sem eru ekki gengnar í gegn og á meðan svo er kemur húnekki til greina í íslenska landsliðið," bætti hann við en kæmi Cloe til greina ef FIFA væri búið að gefa henni grænt ljós?

„Að sjálfsögðu, hún er frábær leikmaður og hefur staðið sig frábærlega. Húnkæmi svo sannarlega tilgreina í hópinn en því miður er það ekki hægt núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner